Spurning....

....hvort að ég nái að skella inn eins og einu bloggi.

Skellti mér í bústað um helgina, barnslaus og mannslaus...jei, ekkert smá gaman. Fimm flottar konur, ekkert örvæntingafullar, en tvær eiginkonur. Whistling  Nauðsynlegt að komast í burtu frá rútínunni, leggja sig þegar manni langar, borða, láta eins og asni og bara gera ekkert...

Kom samt þreyttari heim en ég var þegar ég fór, hm, held samt að það hafi verið "slökunin" jú sí, maður nær að hvíla sig og verður svaka slakur.   hehe....eða ekki.  Allavega, þetta var æði.

Nokkuð sátt við ríkisstjórnina, maður hefði nú viljað sjá allt annað....en miðað við allt og allt þá er þetta ásættanlegt.  Maður var nú í losti eftir kosningarnar, íslendingar eru ótrúlega skondin þjóð, þannig að, eins og ég sagði, það er hægt að sætta sig við þetta.

Jamm jamm.....úff allt að verða vitlaust, mamman bara kærulaus Cool það er fjör í fagrabæ.......


Bara gaman

Röltum niðrí bæ ég og skvísurnar mínar litlu, hittum risessuna á göngu um miðbæinn, hún var frekar róleg en voðalegir stuðboltar voru með henni Wizard 

Þetta var bara æði, svo gaman að fá tilbreytingu í borgina okkar. Sonur minn var þarna á meðal 1000 barnanna.....sá hann bara alls ekki, enda voru þau 1000 .... Whistling

Hitti samt stóru stelpuna mína en það er ekkert að marka það...við vorum í stanslausu gemsasambandi.  Þannig að þetta var hin ánægjulegasta fjölskylduskemmtun og ég mæli með henni.

Svei mér ef maður skellir sér ekki bara aftur á eftir......sól bara sól.


mbl.is Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pínku blogg

Best að blogga pínku.  Það er bara svo mikið að gera hjá mér, ótrúlegt en satt. Ekkert ótrúlegt sko, ég er bara að djóka. Það liggur ein átta mánaða snúlla á gólfinu og skellihlær .....bara af því.....er reyndar með púða sem hún kastar til, hin átta mánaða snúllan er að bransast í einhverjum pappakassa, vá hvað það er yndislegt að vera átta mánaða. InLove

Ég held að vorið sé komið, mér líður þannig, grilluðum á sumardaginn fyrsta, svo er ég að spá i að fara að taka til í garðinum, þrífa pallinn kannski, jámm,  stórar pælingar í gangi. Það er einmitt svo yndislegt að vera ekki að spá í neitt flóknara en það að taka til í garðinum.   Allavega, endalaust bransi hérna megin og tóm gleði.

Meira blogg seinna.


skil ekki

Er sko engan vegin húmorslaus en var bara að spá, er í lagi að keppa í óbeislaðri fegurð en ekki í .....eee....annars konar fegurð? hm.

Mér finnst þetta óskaplega hallærislegt og nákvæmlega ekkert fyndið Whistling

En skemmtið ykkur vel og verði ykkur að góðu.


mbl.is Keppa í óbeislaðri fegurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sætleiki

jámm merkilegt nokk, litla frænka í öðru sæti í Ungfrú Reykjavík. Ég er sko ekki hissa, Vala hefur þvílíkan sætleika, reyndar eins og allar litlu frænkurnar mínar Smile  En hvort maður eigi að meta hann á þennan hátt...það er alltaf hægt að deila um það.

En það sem mér finnst merkilegast er að feministin ég grét af gleði þegar Vala steig á svið....hehe....litla frænkuhjartað gaf sig, gott á mig segi ég nú bara.  Maður ræður greinilega ekki við tilfinningar sínar, hversu grunnhyggnar þær eru Joyful

Ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta, bara gleði og til hamingju Vala.


mbl.is Fanney Lára valin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

múhahahaha.....

...hahahaha...hversu miklir snillingar erum við ?
mbl.is Mikil viðbrögð við grein háskólaprófessors um sprengjuárás á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskarnir búnir....

......jei.  Maður er náttúrulega nett bilaður en ég er voða fegin að páskarnir eru búnir. Fékk mitt páskaegg og meira en það, fékk algjört súkkulaðióverdós, hm, ætli það séu til 12 spora súkkulaðisamtök. Segi sona, ekki gerandi grín að þessu.

Annars fínir páskar sko. Alveg. Sérstaklega í gær, fór á Bjarkar tónleikana, meiriháttar góðir. Jámm, ég er nú bara búin að eiga flotta páska, fór í Huldukotið hennar Huldu systur, fórum svo upp í Hvalfjörð á páskadag og borðuðum dásamlegan páskamat, svo var dýrindis afmæliskaffiboð hjá tengdó á annan og svo eins og ég sagði áðan.....Björk.  En þrátt fyrir alla þessa gleði, þá er ég svo sátt við að vera komin í rútínuna mína, hehe.....einhverfa ég, (ekki gerandi grín að því heldurWhistling)  Hlakka meira að segja til að taka rúntinn minn, Bónus,Yggdrasil, Vesturbær. Ég er svo kúlCool

Eigið gleðilegan þriðjudag.


Súkkulaði

Kærasti minn var að koma frá útlöndum með fullt af súkkulaði, mér til mikillar gleði, skaut því svo inn að við þyrftum ekki að kaupa páskaegg handa hvort öðru því við ættum svo mikið af súkkulaði....!!!!!

What what. Ég er nefninlega mikill páskaeggjaaðdáandi (súkkulaðifíkillinn ég) hann fattaði reyndar um leið og hann sagði þetta hvers konar heljarinnar vitleysa þetta var, ég ætti mjög erfitt með að eiga páska án þess að fá páskaegg. Þetta snýst allt um páskaeggið. Páskarnir sko. heheCool

 


Spælingar

Alltaf jafn fyndið. Að skella saman tveimur orðun. Spá og pæla.

Það er nefninlega nett spæling í gangi, varðandi leikskólamál. Vinkona mín á líka tvíbura....(spáið í þaðW00t) og samkvæmt öllum loforðum ættu þau að vera að byrja á leikskóla í haust. Það vill svo heppilega...eða kannski óheppilega til að það er mjög efnilegur leikskóli í götunni þeirra. Sem þau skoðuðu, leist mjög vel á, sóttu um pláss og biðu spennt eftir að börnin myndu byrja. Þeim var gefið loforð um að það yrði í sumar, síðasta lagi í haust. 

En. Þar sem þetta er einn af vinsælustu leikskólum borgarinnar, þá eru börnin hennar enn á biðlista, og ekki von til að þau komist inn fyrr en...ja.....ekki vitað hvenær !!!!!  Þannig er að börn úr öðrum hverfum, sem nú þegar eru með pláss á öðrum leikskólum ganga fyrir þar sem þau eru eldri, og þar sem þessi tiltekni leikskóli er mjög eftirsóttur þá er það víst mjög algengt að foreldrar fá flutning fyrir börnin sín yfir í hann.  Ok. Góður skóli og allt það.  En það sem ég er ekki að átta mig á er þessi nýja stefna leikskólasviðs, að taka ekki tillit til búsetu barna, s.s. að það er ekki hægt að treysta því að börnin okkar fái pláss á hverfisleikskólanum á þeim tíma sem búið er að lofa okkur. Ég veit ekki um neinn sem hefur efni á að bíða með að setja barnið sitt á leikskóla lengur en í tvö ár.  Auk þess eru tveggja ára börn meira en tilbúin að byrja á leikskóla.

Málið er....að ef maður er ekki nógu asskoti frekur og hringir stanslaust í leikskólastjórann, þá á maður von á að sitja eftir með barnið sitt...hversu fáránlegt er það?

Jamm. Þetta er súrt. Greinilegt að biðlistar hafa lengst eftir að  Sjálfstæðisflokkurinn tók við borginni.  Allavega.  Gleði. hehe.....Whistling


Bara gleði

Var svona pínku fúl í gær, en það er búið. 

Morgunverkunum lokið, bleiuskiptingar og pelagjafir, búin að koma stóru börnunum í skólann, litlu börnin eru að leggja sig aftur, smá uppvask og ein þvottavél. Þetta er kúl.

Vona bara að allir þarna úti eigi góðan og gleðilegan dag , því ég ætla að eiga einn slíkan. Smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Charlotta R. M.
Charlotta R. M.

bara gleði.....

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband