Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Spælingar

Alltaf jafn fyndið. Að skella saman tveimur orðun. Spá og pæla.

Það er nefninlega nett spæling í gangi, varðandi leikskólamál. Vinkona mín á líka tvíbura....(spáið í þaðW00t) og samkvæmt öllum loforðum ættu þau að vera að byrja á leikskóla í haust. Það vill svo heppilega...eða kannski óheppilega til að það er mjög efnilegur leikskóli í götunni þeirra. Sem þau skoðuðu, leist mjög vel á, sóttu um pláss og biðu spennt eftir að börnin myndu byrja. Þeim var gefið loforð um að það yrði í sumar, síðasta lagi í haust. 

En. Þar sem þetta er einn af vinsælustu leikskólum borgarinnar, þá eru börnin hennar enn á biðlista, og ekki von til að þau komist inn fyrr en...ja.....ekki vitað hvenær !!!!!  Þannig er að börn úr öðrum hverfum, sem nú þegar eru með pláss á öðrum leikskólum ganga fyrir þar sem þau eru eldri, og þar sem þessi tiltekni leikskóli er mjög eftirsóttur þá er það víst mjög algengt að foreldrar fá flutning fyrir börnin sín yfir í hann.  Ok. Góður skóli og allt það.  En það sem ég er ekki að átta mig á er þessi nýja stefna leikskólasviðs, að taka ekki tillit til búsetu barna, s.s. að það er ekki hægt að treysta því að börnin okkar fái pláss á hverfisleikskólanum á þeim tíma sem búið er að lofa okkur. Ég veit ekki um neinn sem hefur efni á að bíða með að setja barnið sitt á leikskóla lengur en í tvö ár.  Auk þess eru tveggja ára börn meira en tilbúin að byrja á leikskóla.

Málið er....að ef maður er ekki nógu asskoti frekur og hringir stanslaust í leikskólastjórann, þá á maður von á að sitja eftir með barnið sitt...hversu fáránlegt er það?

Jamm. Þetta er súrt. Greinilegt að biðlistar hafa lengst eftir að  Sjálfstæðisflokkurinn tók við borginni.  Allavega.  Gleði. hehe.....Whistling


Bara gleði

Var svona pínku fúl í gær, en það er búið. 

Morgunverkunum lokið, bleiuskiptingar og pelagjafir, búin að koma stóru börnunum í skólann, litlu börnin eru að leggja sig aftur, smá uppvask og ein þvottavél. Þetta er kúl.

Vona bara að allir þarna úti eigi góðan og gleðilegan dag , því ég ætla að eiga einn slíkan. Smile

 


Reykjavík, miðbær.

Jámm.  Tala eins og dóttir mín, ég er svo áhrifagjörn.  En, allavega. Röltum í bæinn ég og dætur mínar þrjár í dag, svona eins og við gerum mjög oft þessa dagana, og úff. Ég er eiginlega alveg að fá nóg af umferðarómenningunni hér í miðbænum.....maður er í stórhættu sem gangandi vegfarandi.  Virðist ekki skipta neinu máli þó að ég gangi um með barnavagn...og ekki bara venjulegan vagn, heldur tvíburavagn, fólkið í bílunum spáir ekkert í það...heldur reynir hvað eftir annað að keyra okkur niður.  Það skiptir engu máli þó að við séum að ganga yfir gangbraut, fólk er bara með einbeitingu á sjálfu sér og brunar yfir. 

Varð að æsa mig aðeins yfir þessu því það er mikið pirr í gangi útí umferðina.  Annars bara gleði sko. Wink

p.s. svo væri fínt ef fólk legði bílum sínum ekki á gangstéttirnar, það kemur að því að ég keyri niður einn bíl eða svo með vagninum.......

góða nótt.


Jámm

Þetta er stuð. Er að brasa við að stofna þetta blessaða blogg, gengur illa.  Tókst að eyða fyrsta blogginu mínu og ég veit ekki hvað og hvað . En. Gefst ekkert upp sko, hér er ég mætt og hér ætla ég að vera, bulla eins og ég get og það er eintóm gleði og hamingja. hehe.  Cool

Höfundur

Charlotta R. M.
Charlotta R. M.

bara gleði.....

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband