...með þessa síðu, svona eins og ég er eiginlega hætt að reykja. Get samt greinilega ekki alveg hætt. Spurning um hvort að það gerist, vonum með það síðarnefnda. Tygg tyggjó eins og vitlaus manneskja, sko, níkótín, það virkar vel.
Mér finnst oft svo mikið bull í gangi á bloggheimum, líklega eins og í öðrum heimum, að ég fékk einhvernvegin nóg. Fólk leyfir sér að segja svo margt, miklu meira en í "raunveruleikanum" . Stundum er það jákvætt en stundum getur það verið neikvætt, sérstaklega þegar það er farið að blammera einstaklinga sem það þekkir lítið sem ekkert. Ég hef oft velt fyrir mér þessum netheimi, hvernig fólk getur týnt sér inní honum og tapað tengslum við raunveruleikan, situr fyrir framan skjáinn dag og nótt og hverfur. Já já, bara svona nett pæling, ekkert stór, bara smá.
Bloggar | Miðvikudagur, 12. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
..þið kjánaökumenn!
Var á smá ferðalagi í dag, stuttu og sætu, með allar stelpurnar mínar. Börnin mín eru það dýrmætasta sem ég á og ég vil helst geta keyrt með þau á þjóðveginum án þess að vera í stórhættu að fá bíl framan á mig. Það munaði einstaklega litlu í dag að einn asninn brunaði beint á okkur, ef ég hefði ekki snarhægt á mér þá hefði getað orðið stórslys....ohhhh....ég verð svo reið þegar ég lendi í svona bjánum.
Nei í alvöru, mikið svakalega yrði ég glöð ef allir ökumenn keyrðu eins og siðað fólk, á löglegum hraða....get svarið það...af hverju ekki? Við þurfum ekkert að flýta okkur, mig langar allavega ekki að taka þátt í þessari rússnesku rúllettu sem sumum finnst greinilega mjög áhugarverð.
Æi, er bara svaka pirruð útí það að geta ekki notið þess að keyra út fyrir bæinn með börnin mín án þess að eiga það í hættu að mæta svona fífli eins og ég gerði í dag......
Átti annars fínan dag í sælunni uppí Huldukoti
Bloggar | Sunnudagur, 22. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
....en svo innilega ekki með tíma til að blogga. Þegar maður er með tvær snúllur sem eru að verða eins árs....þá er ekki tími til neins annars en að vera með tvær snúllur sem eru að verða eins árs......
En ok, þær eru að sofna núna þannig að smá innlit, kannski meira seinna, jú annars allt hrikalega hressandi að frétta af mér....
eintóm gleði
Bloggar | Föstudagur, 20. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mjög undarlegt. Undanfarna tvo morgna, þegar ég hef verið að kíkja til veðurs........hef ég orðið vör við menn uppá þaki á húsum hér í kring. Ekki menn að mála eða gera við, heldur menn sem eru vel í glasi og eru eitthvað að fábjánast. Í bæði skiptin varð ég skíthrædd þar sem þetta var mjög glæfralegt og var mikið að pæla að hringja á lögguna, en báðir komust niður aftur óskaddaðir.
Ótrúleg tilviljun og heimska, vona að ég sjái ekki mann uppá þaki á í fyrramálið.
Bloggar | Sunnudagur, 24. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagurinn í dag var góður, ég fékk "góðar" fréttir, eins góðar og hægt var að vona, því í gær fékk ég vondar fréttir. Frænka mín sem býr í Bandaríkjunum var drifin í aðgerð vegna æxlis sem fannst við heilann, og tókst að fjarlægja það. Það var gott. Nú er bara að bíða og vona að allt fari á besta veg, biðja og vona.
Það þarf alltaf að minna mann á að njóta dagsins í dag, því annað er í raun ekki hægt, það er ekkert hægt að lifa í fortíðinni eða framtíðinni.
Ég er svo ánægð að hafa átt góðar samverustundir með frænku minni í gegnum árin. Við erum þrjár frænkur á sama aldri, þær búa úti en ég hér. En samt höfum við alltaf náð ótrúlega vel saman, höfum átt löng sumur saman og skrifast á, mesta sportið var að vera eins klæddar þegar við vorum litlar....og allir héldu að við værum þríburar.
jamm....þegar maður fær vondar fréttir þá fer maður að hugsa, kannski pínku of mikið, en..... það er gott að eiga daginn í dag....
Bloggar | Föstudagur, 15. júní 2007 (breytt kl. 20:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er komið sumar? Sat allavega í sól og gleði útá palli áðan með snúllurnar mínar, mmm....æði.
Annars er eitthvað pöddubögg í gangi, erum að fara að láta eitra.....bögg bögg bögg. En svo maður fari í smá pollýönnu...það verður allt voða voða voða hreint þegar það er búið, erum að taka íbúðina í nefið, þ.e.a.s. að þrífa hana asskoti vel. Það þarf að taka allt frá veggjum, það gerist nú yfirleitt ekki nema þegar maður er að flytja eða breyta...hehe.....þannig að þetta er stuð. Áhugavert?
Ætla að stinga af í sveitina á morgun svo við þurfum ekki að sofa í eitri, en Dúi elskan þarf að vera heima og vinna...búhú...hann verður örugglega eiturhress þegar við komum til baka.....ha...ha....ha.....ahhhhhh.....
ok
Bloggar | Föstudagur, 8. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er ekkert nema skelfilegt. Skelfilegt að það er til fólk sem skilur börnin sín ein eftir á hótelherbergi, skelfilegt að það er til fólk sem rænir börnum og skelfilegt að hún finnst ekki.
Hvað er að fólki?!
Foreldrar Madeleine á ferð um Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Föstudagur, 1. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spáð í áhrif fangelsisvistar á ímynd Parisar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 29. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór með stórfjölskyldunni í bústað stóru systur um helgina, reyndar bara dagsferð, en það var fínt. Komst að því að yngstu dætur mínar eru ofurreglukonur, rugluðum nefninlega aljörlega allri rútínu, þær sváfu á undarlegum tímum og voru í allsskonar bransa. Fengum að kenna á því þegar við komum heim, það voru trylltar snúllur sem skildu ekki neitt í neinu, þetta fór s.s. alveg með þær
Svona er þetta bara, það er allavega af sem áður var, ég þvældist um allt með eldri krakkana og það hafði engin áhrif á þau.... þau fóru reyndar aldrei í rúmið klukkan átta.....maður var svona pínku afslappaðri með þetta fyrir ellefu árum,
En allavega, áttum yndislega helgi þrátt fyrir bakslag dætranna...og eiginlega alveg bara þess virði.
Bloggar | Þriðjudagur, 29. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sætleiki taka tvö, Vala ungfrú Ísland
Ég er ekkert nema stollt af litlu frænku minni og ekki orð um það meir.
Þetta er stuð
Jóhanna Vala er ungfrú Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Laugardagur, 26. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)