Dagurinn í dag.

Dagurinn í dag var góður, ég fékk "góðar" fréttir, eins góðar og hægt var að vona, því í gær fékk ég vondar fréttir. Frænka mín sem býr í Bandaríkjunum var drifin í aðgerð  vegna æxlis sem fannst við heilann, og tókst að fjarlægja það.  Það var gott.   Nú er bara að bíða og vona að allt fari á besta veg, biðja og vona. 

Það þarf alltaf að minna mann á að njóta dagsins í dag, því annað er í raun ekki hægt, það er ekkert hægt að lifa í fortíðinni eða framtíðinni. 

Ég er svo ánægð að hafa átt góðar samverustundir með frænku minni í gegnum árin.  Við erum þrjár frænkur á sama aldri, þær búa úti en ég hér. En samt höfum við alltaf náð ótrúlega vel saman, höfum átt löng sumur saman og skrifast á, mesta sportið var að vera eins klæddar þegar við vorum litlar....og allir héldu að við værum þríburar.  Blush

jamm....þegar maður fær vondar fréttir þá fer maður að hugsa, kannski pínku of mikið, en..... það er gott að eiga daginn í dag....InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Charlotta R. M.
Charlotta R. M.

bara gleði.....

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband