...með þessa síðu, svona eins og ég er eiginlega hætt að reykja. Get samt greinilega ekki alveg hætt. Spurning um hvort að það gerist, vonum með það síðarnefnda. Tygg tyggjó eins og vitlaus manneskja, sko, níkótín, það virkar vel.
Mér finnst oft svo mikið bull í gangi á bloggheimum, líklega eins og í öðrum heimum, að ég fékk einhvernvegin nóg. Fólk leyfir sér að segja svo margt, miklu meira en í "raunveruleikanum" . Stundum er það jákvætt en stundum getur það verið neikvætt, sérstaklega þegar það er farið að blammera einstaklinga sem það þekkir lítið sem ekkert. Ég hef oft velt fyrir mér þessum netheimi, hvernig fólk getur týnt sér inní honum og tapað tengslum við raunveruleikan, situr fyrir framan skjáinn dag og nótt og hverfur. Já já, bara svona nett pæling, ekkert stór, bara smá.
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 12. september 2007 | Facebook
Athugasemdir
Ekki hætta elsku systir! :)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2007 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.