Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
..þið kjánaökumenn!
Var á smá ferðalagi í dag, stuttu og sætu, með allar stelpurnar mínar. Börnin mín eru það dýrmætasta sem ég á og ég vil helst geta keyrt með þau á þjóðveginum án þess að vera í stórhættu að fá bíl framan á mig. Það munaði einstaklega litlu í dag að einn asninn brunaði beint á okkur, ef ég hefði ekki snarhægt á mér þá hefði getað orðið stórslys....ohhhh....ég verð svo reið þegar ég lendi í svona bjánum.
Nei í alvöru, mikið svakalega yrði ég glöð ef allir ökumenn keyrðu eins og siðað fólk, á löglegum hraða....get svarið það...af hverju ekki? Við þurfum ekkert að flýta okkur, mig langar allavega ekki að taka þátt í þessari rússnesku rúllettu sem sumum finnst greinilega mjög áhugarverð.
Æi, er bara svaka pirruð útí það að geta ekki notið þess að keyra út fyrir bæinn með börnin mín án þess að eiga það í hættu að mæta svona fífli eins og ég gerði í dag......
Átti annars fínan dag í sælunni uppí Huldukoti
Bloggar | Sunnudagur, 22. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
....en svo innilega ekki með tíma til að blogga. Þegar maður er með tvær snúllur sem eru að verða eins árs....þá er ekki tími til neins annars en að vera með tvær snúllur sem eru að verða eins árs......
En ok, þær eru að sofna núna þannig að smá innlit, kannski meira seinna, jú annars allt hrikalega hressandi að frétta af mér....
eintóm gleði
Bloggar | Föstudagur, 20. júlí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)