Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

ó mæ....

....fyrr má nú vera að sjá jákvæða hluti við allt......GetLost
mbl.is Spáð í áhrif fangelsisvistar á ímynd Parisar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglukonur...

Fór með stórfjölskyldunni í bústað stóru systur um helgina, reyndar bara dagsferð, en það var fínt.  Komst að því að yngstu dætur mínar eru ofurreglukonur, rugluðum nefninlega aljörlega allri rútínu, þær sváfu á undarlegum tímum og voru í allsskonar bransa.  Fengum að kenna á því þegar við komum heim, það voru trylltar snúllur sem skildu ekki neitt í neinu, þetta fór s.s. alveg með þærShocking

Svona er þetta bara, það er allavega af sem áður var, ég þvældist um allt með eldri krakkana og það hafði engin áhrif á þau.... þau fóru reyndar aldrei í rúmið klukkan átta.....maður var svona pínku afslappaðri með þetta fyrir ellefu árum, Whistling

En allavega, áttum yndislega helgi þrátt fyrir bakslag dætranna...og eiginlega alveg bara þess virði.  InLove

 

 


Til hamingju Vala!

Sætleiki taka tvö, Vala ungfrú Ísland Wizard

Ég er ekkert nema stollt af litlu frænku minni og ekki orð um það meir.

Þetta er stuð W00t


mbl.is Jóhanna Vala er ungfrú Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning....

....hvort að ég nái að skella inn eins og einu bloggi.

Skellti mér í bústað um helgina, barnslaus og mannslaus...jei, ekkert smá gaman. Fimm flottar konur, ekkert örvæntingafullar, en tvær eiginkonur. Whistling  Nauðsynlegt að komast í burtu frá rútínunni, leggja sig þegar manni langar, borða, láta eins og asni og bara gera ekkert...

Kom samt þreyttari heim en ég var þegar ég fór, hm, held samt að það hafi verið "slökunin" jú sí, maður nær að hvíla sig og verður svaka slakur.   hehe....eða ekki.  Allavega, þetta var æði.

Nokkuð sátt við ríkisstjórnina, maður hefði nú viljað sjá allt annað....en miðað við allt og allt þá er þetta ásættanlegt.  Maður var nú í losti eftir kosningarnar, íslendingar eru ótrúlega skondin þjóð, þannig að, eins og ég sagði, það er hægt að sætta sig við þetta.

Jamm jamm.....úff allt að verða vitlaust, mamman bara kærulaus Cool það er fjör í fagrabæ.......


Bara gaman

Röltum niðrí bæ ég og skvísurnar mínar litlu, hittum risessuna á göngu um miðbæinn, hún var frekar róleg en voðalegir stuðboltar voru með henni Wizard 

Þetta var bara æði, svo gaman að fá tilbreytingu í borgina okkar. Sonur minn var þarna á meðal 1000 barnanna.....sá hann bara alls ekki, enda voru þau 1000 .... Whistling

Hitti samt stóru stelpuna mína en það er ekkert að marka það...við vorum í stanslausu gemsasambandi.  Þannig að þetta var hin ánægjulegasta fjölskylduskemmtun og ég mæli með henni.

Svei mér ef maður skellir sér ekki bara aftur á eftir......sól bara sól.


mbl.is Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Charlotta R. M.
Charlotta R. M.

bara gleði.....

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband