Dagurinn í dag var góður, ég fékk "góðar" fréttir, eins góðar og hægt var að vona, því í gær fékk ég vondar fréttir. Frænka mín sem býr í Bandaríkjunum var drifin í aðgerð vegna æxlis sem fannst við heilann, og tókst að fjarlægja það. Það var gott. Nú er bara að bíða og vona að allt fari á besta veg, biðja og vona.
Það þarf alltaf að minna mann á að njóta dagsins í dag, því annað er í raun ekki hægt, það er ekkert hægt að lifa í fortíðinni eða framtíðinni.
Ég er svo ánægð að hafa átt góðar samverustundir með frænku minni í gegnum árin. Við erum þrjár frænkur á sama aldri, þær búa úti en ég hér. En samt höfum við alltaf náð ótrúlega vel saman, höfum átt löng sumur saman og skrifast á, mesta sportið var að vera eins klæddar þegar við vorum litlar....og allir héldu að við værum þríburar.
jamm....þegar maður fær vondar fréttir þá fer maður að hugsa, kannski pínku of mikið, en..... það er gott að eiga daginn í dag....
Flokkur: Bloggar | Föstudagur, 15. júní 2007 (breytt kl. 20:29) | Facebook
Eldri færslur
Fólk
Vinir og vandamenn
Smáa fólkið
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Minntust þeirra sem fallið hafa í sjálfsvígi
- Elon Musk og Hilmar ræddu samstarf
- Kristrún vill endurskoða starfsemi RÚV
- Á annað þúsund manns gætu gist á Seljalandi
- Minnast flugslyss sem varð 1995
- Slys í Árbæjarlaug fer ekki til Hæstaréttar
- Kominn tími til að Ísland standi við skuldbindingar
- Vilja selja Landsbankann og reikna með 350 milljörðum
- Leggja til að matarsendlar fái skammtímastæði
- Hvaða endemis della er þetta?
Erlent
- Umdeildur en áhrifamikill aðgerðasinni
- Fundu riffil og skóför: Hafa myndir af hinum grunaða
- Morðið alríkisglæpur: Síðasta sem Kirk tjáði sig um
- Áhrifavaldur Guðs tekinn í dýrlingatölu
- Börn talin meðal látinna
- Mandelson rekinn fyrir tengsl sín við Epstein
- Vann 763 milljónir
- NASA lokar Kínverja úti
- Takmarka flugumferð í austurhluta Póllands
- Skörp dýfa eftir samkomutakmarkanir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.