jámm merkilegt nokk, litla frænka í öðru sæti í Ungfrú Reykjavík. Ég er sko ekki hissa, Vala hefur þvílíkan sætleika, reyndar eins og allar litlu frænkurnar mínar En hvort maður eigi að meta hann á þennan hátt...það er alltaf hægt að deila um það.
En það sem mér finnst merkilegast er að feministin ég grét af gleði þegar Vala steig á svið....hehe....litla frænkuhjartað gaf sig, gott á mig segi ég nú bara. Maður ræður greinilega ekki við tilfinningar sínar, hversu grunnhyggnar þær eru
Ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta, bara gleði og til hamingju Vala.
Fanney Lára valin ungfrú Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Föstudagur, 13. apríl 2007 (breytt kl. 12:25) | Facebook
Athugasemdir
Hæ esskan, ég sé að heimsóknir á síðuna þína eru í hámarki.
Fröken Reykjavík virðist hafa aðráttarafl ! Jafnvel Fröken Reykjavík, "runner up" ..eða er það ekki það sem er sagt í Ameríku ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2007 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.