Jámm. Tala eins og dóttir mín, ég er svo áhrifagjörn. En, allavega. Röltum í bæinn ég og dætur mínar þrjár í dag, svona eins og við gerum mjög oft þessa dagana, og úff. Ég er eiginlega alveg að fá nóg af umferðarómenningunni hér í miðbænum.....maður er í stórhættu sem gangandi vegfarandi. Virðist ekki skipta neinu máli þó að ég gangi um með barnavagn...og ekki bara venjulegan vagn, heldur tvíburavagn, fólkið í bílunum spáir ekkert í það...heldur reynir hvað eftir annað að keyra okkur niður. Það skiptir engu máli þó að við séum að ganga yfir gangbraut, fólk er bara með einbeitingu á sjálfu sér og brunar yfir.
Varð að æsa mig aðeins yfir þessu því það er mikið pirr í gangi útí umferðina. Annars bara gleði sko.
p.s. svo væri fínt ef fólk legði bílum sínum ekki á gangstéttirnar, það kemur að því að ég keyri niður einn bíl eða svo með vagninum.......
góða nótt.
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 28. mars 2007 (breytt kl. 21:13) | Facebook
Athugasemdir
Flott blogg hjá þér systir og kúl lúkk, hehe
Hulda Kristín stóra systir
Hulda Kristín (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:55
Danke danke
Charlotta R. M., 29.3.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.