Færsluflokkur: Bloggar

Reykjavík, miðbær.

Jámm.  Tala eins og dóttir mín, ég er svo áhrifagjörn.  En, allavega. Röltum í bæinn ég og dætur mínar þrjár í dag, svona eins og við gerum mjög oft þessa dagana, og úff. Ég er eiginlega alveg að fá nóg af umferðarómenningunni hér í miðbænum.....maður er í stórhættu sem gangandi vegfarandi.  Virðist ekki skipta neinu máli þó að ég gangi um með barnavagn...og ekki bara venjulegan vagn, heldur tvíburavagn, fólkið í bílunum spáir ekkert í það...heldur reynir hvað eftir annað að keyra okkur niður.  Það skiptir engu máli þó að við séum að ganga yfir gangbraut, fólk er bara með einbeitingu á sjálfu sér og brunar yfir. 

Varð að æsa mig aðeins yfir þessu því það er mikið pirr í gangi útí umferðina.  Annars bara gleði sko. Wink

p.s. svo væri fínt ef fólk legði bílum sínum ekki á gangstéttirnar, það kemur að því að ég keyri niður einn bíl eða svo með vagninum.......

góða nótt.


Jámm

Þetta er stuð. Er að brasa við að stofna þetta blessaða blogg, gengur illa.  Tókst að eyða fyrsta blogginu mínu og ég veit ekki hvað og hvað . En. Gefst ekkert upp sko, hér er ég mætt og hér ætla ég að vera, bulla eins og ég get og það er eintóm gleði og hamingja. hehe.  Cool

« Fyrri síða

Höfundur

Charlotta R. M.
Charlotta R. M.

bara gleði.....

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband