Stutt kveðja til frænku.

Mig langar til að kveðja hana frænku mína hér.  Mæður okkar eru systur og mér hefur alltaf fundist hún vera meira en frænka.  Hún lést úr þeim skelfilega sjúkdómi, krabbameini, í gær, fædd 1968, sama ár og ég.  

Frænka mín hét Anna Kristín hún fæddist í Bandaríkjunum og bjó þar alla ævi.  En þrátt fyrir þessa miklu fjarlægð þá voru samskiptin mikil, við skrifuðumst á um leið og við gátum og heimsóknirnar vorum margar.  Ég fór í fyrstu heimsóknina aðeins fimm ára gömul og vorum við algjörar skottur, önnur frænka okkar bjó í sama bæ, Anna Gerða, aðeins tveimur árum yngri, og við vorum eins og þriburar.  

Það sem einkenndi Önnu Kristínu var rólegt yfirbragð og einstakur húmor, húmor sem laumaðist í gegn á svo yndislegan hátt, kom mér alltaf á óvart.  

Þetta er svo skrítið, ég hélt alltaf að ég gæti farið í endalausar heimsóknir til Önnu Kristínar, hún yrði alltaf tilbúin að taka á móti mér og dreymdi mig oft að ég væri komin til þeirra í Vermilion, það er alltof langt síðan síðast og núna verður það aldrei eins.  

Í síðustu heimsókn Önnu til Íslands þá áttum við dýrmætar stundir saman bara við tvær, rifjuðum upp gamla daga og gerðum grín að frænkum okkar...Wink  

Þegar við vorum tíu ára þá var ég í heilt sumar hjá frænkum mínum í Vermilion, þá myndaðist þvílikt vinkvennasamband að ég mun aldrei gleyma því.  Ferðirnar í Cedar Point, bangsarnir á rúminu hennar, lyktin, ameríska lyktin, gleymi þessu aldrei. 

Heimsóknirnar voru frekar örar þegar við vorum litlar, ég fór til þeirra aftur 13 ára (þegar Önnurnar reyndu hvað þær gátu að krulla stutta hárið mitt svo að ég væri ekki alveg eins og pönkari)Joyful og svo áttum við ógleymanlegt sumar saman  þegar við vorum 17 ára hér á Íslandi.  Þá tók ég mig til og kynnti þeim fyrir íslenskri unglingamenningu..., við skemmtum okkur konunglega en ég veit ekki hversu hrifnar mæður okkar voruWhistling 

En núna er Anna Kristín farin frá okkur og heimsóknirnar verða ekki fleiri, allavega ekki líkamlegar, hún er með okkur í anda, ég er viss um það, hún skynjaði oft ömmu Kristínu og ég er viss um að Anna Kristín eigi eftir að klípa mig í rassinn einn daginn...InLove  

Í síðustu heimsókn Önnu Kristínar til Ísland, 2004, þá náði ég ekki kveðja hana almennilega, þó að við áttum góðar stundir saman þá sat það í mér lengi, en sem betur fer náði ég góðri tengingu við hana aftur núna síðast árið hennar...tengingu sem er mér svo dýrmæt því Anna Kristín var frænka mín og vinkona, hluti af mínu lífi, alltaf.  

Svo skrýtið, fyrir fjórum mánuðum dreymdi mig hana, dóttir mín dreymdi hana sömu nótt líka, og þegar ég sagði henni það daginn eftir þá hafði hana dreymt okkur líka.  Svona er þetta skrítið, það verða greinilega margar heimsóknirnar í viðbót....InLove 

Takk Anna Kristín fyrir að hafa verið frænka mín og við getum örugglega þóst vera þríburar þegar við hittumst allar þrjár næst.....Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott grein hjá þér. Knús.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.5.2008 kl. 06:47

2 identicon

Knús á þig elsku Lotta, ég samhryggist þér innilega, skrítið hvað hún gat grafið sig í hjartað á manni!

Lot´s of love... Eva Lind.

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:48

3 identicon

Fallega skrifað hjá þér Lotta mín.

Hulda Kristín

Hulda Kristín (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Charlotta R. M.
Charlotta R. M.

bara gleði.....

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband