Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Uppá þaki.....!

Mjög undarlegt.  Undanfarna tvo morgna, þegar ég hef verið að kíkja til veðurs....Cool....hef ég orðið vör við menn uppá þaki á húsum hér í kring.  Ekki menn að mála eða gera við, heldur menn sem eru vel í glasi og eru eitthvað að fábjánast.  Í bæði skiptin varð ég skíthrædd þar sem þetta var mjög glæfralegt og var mikið að pæla að hringja á lögguna, en báðir komust niður aftur óskaddaðir. 

Ótrúleg tilviljun og heimska, vona að ég sjái ekki mann uppá þaki á í fyrramálið. Woundering


Dagurinn í dag.

Dagurinn í dag var góður, ég fékk "góðar" fréttir, eins góðar og hægt var að vona, því í gær fékk ég vondar fréttir. Frænka mín sem býr í Bandaríkjunum var drifin í aðgerð  vegna æxlis sem fannst við heilann, og tókst að fjarlægja það.  Það var gott.   Nú er bara að bíða og vona að allt fari á besta veg, biðja og vona. 

Það þarf alltaf að minna mann á að njóta dagsins í dag, því annað er í raun ekki hægt, það er ekkert hægt að lifa í fortíðinni eða framtíðinni. 

Ég er svo ánægð að hafa átt góðar samverustundir með frænku minni í gegnum árin.  Við erum þrjár frænkur á sama aldri, þær búa úti en ég hér. En samt höfum við alltaf náð ótrúlega vel saman, höfum átt löng sumur saman og skrifast á, mesta sportið var að vera eins klæddar þegar við vorum litlar....og allir héldu að við værum þríburar.  Blush

jamm....þegar maður fær vondar fréttir þá fer maður að hugsa, kannski pínku of mikið, en..... það er gott að eiga daginn í dag....InLove


jei!!

Er komið sumar?  Sat allavega í sól og gleði útá palli áðan með snúllurnar mínar, mmm....æði.

Annars er eitthvað pöddubögg í gangi, erum að fara að láta eitra.....bögg bögg bögg.  En svo maður fari í smá pollýönnu...það verður allt voða voða voða hreint þegar það er búið, erum að taka íbúðina í nefið, þ.e.a.s. að þrífa hana asskoti vel.  Það þarf að taka allt frá veggjum, það gerist nú yfirleitt ekki nema þegar maður er að flytja eða breyta...hehe.....þannig að þetta er stuð.   Áhugavert? Cool

Ætla að stinga af í sveitina á morgun svo við þurfum ekki að sofa í eitri, en Dúi elskan þarf að vera heima og vinna...búhú...hann verður örugglega eiturhress þegar við komum til baka.....ha...ha....ha.....ahhhhhh.....

ok  Whistling


Skelfilegt

Þetta er ekkert nema skelfilegt.  Skelfilegt að það er til fólk sem skilur börnin sín ein eftir á hótelherbergi, skelfilegt að það er til fólk sem rænir börnum og skelfilegt að hún finnst ekki.

Hvað er að fólki?! Pinch


mbl.is Foreldrar Madeleine á ferð um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Charlotta R. M.
Charlotta R. M.

bara gleði.....

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband